Kóperníkus


28 October 2013 poetry iceland

Ég er að læra stjarneðlisfræði. Í íslenskutíma í MR var eitt ljóð sem stóð upp úr; ég hef ekki gleymt því síðan:

Kóperníkus - eftir Hannes Pétursson

Á kvöldin undir kveiktu tungli og stjörnum
koma þeir heim af ökrunum. Lágan óm
ber vindur frá klukku er álútu höfði og hljóðir
halda þeir stíginn hjá veðruðum róðukrossi með
feðranna gömlu, gnúðu amboð á herðum
en glaðir að allt skuli bundið svo föstum skorðum:
sjá þarna tungl og vindar, hér vegur og blóm.

Þeir vita' ekki að hann sem heilsar þeim oft á daginn
hjó þessa jörð af feyskinni rót - og henti
sem litlum steini langt út í myrkur og tóm.

Kvæðið virðist kannski einfalt við fyrstu sýn; auðskyld orð og tákn (róðukross - ítök kirkjunnar), smá rím, ljóðstafir (yfirleitt) og einfaldar myndlíkingar.

Ástæðan að ég held upp á þetta ljóð er undirliggjandi hugmyndin að það þarf bara eina athugasemd frá einum manni, vel studda af sönnunargögnum, til að kollvarpa heimsmynd heils samfélags algjörlega. Við búum ekki sérstakan stað í alheiminum, heldur ósköp lítin stein í gapandi tómi - ég er óviss hvort hægt sé að komast betur að orði.

Pældu í því að vera Kóperníkus á þessum tíma; kannski búinn að átta sig á þessu öllu saman; ekki búinn að segja neinum frá, meðan allt annað er enn á sínum stað og gengur óafvitandi sinn vanagang.


Ergonomically handwritten code, with a little help from my friends; vim, jekyll and twitter bootstrap